Um Okkur

Við erum fyrst og fremst lítið fjölskyldu þriffyrirtæki og bjóðum uppá heimilisþrif, skrifstofuþrif, flutningsþrif, airbnb þrif og sameignarþrif og höfum verið starfrækt í 4 ár. Við reynum ávallt að bjóða fram framúrskarandi þjónustu við alla okkar viðskiptavini. 

Við ákváðum að stækka við okkur þetta árið og búa til vefverslun fyrir fólk og fyrirtæki, vegna þess að við höfum prufað mörg efni á markaðnum ásamt tuskum ofl. og fundum loks okkar efni og viljum að fleiri geti fengið þessi frábæru efni og áhöld sem hafa gæðavottun A og endast velftir því . Við munum bæta svo við okkur fleiri vörum með tíð og tíma.

 

 

Fyrirtæki geta fengið næstum allt sem þau þurfa fyrir fyrirtækin sín og ef það er ekki inni á síðunni þá er bara að hafa samband og við reynum bara að redda því og koma með það innan höfuðborgarsvæðisins.

 

Heimsendingar:

Til að byrja með verður þetta eingöngu vefverslun með fría heimsendingu fyrir 6.000kr eða meira á höfuðborgarsvæðinu og fría sendingu út um allt land yfir 16.000 kr.
Við erum ekki með lager af vörum svo það getur komið fyrir að vörur eru uppseldar hjá byrgjum og þá er ekki skuldfært fyrir þeim vörum og viðskiptavinur fær email og staðfestingu þess efnis. Til þess að byrja með munum við gefa okkur allt að 4 daga til þess að taka saman vörurnar og senda af stað.

Annað:

Fyrirtæki sem kaupa þrifþjónustu hjá okkur ásamt vörum fá afslátt af vörunum.

Ef fólk vill panta þrif bendum við fólki á óskir og þrif facebook síðuna til þess að panta þrif https://www.facebook.com/oskirogthrif/ Eða senda okkur email