Sparcreme kísilhreinsir

kr.1.890

Þetta krem efni fjarlægir kísil og drullu af flísum,fúgum,blöndunartækjum,eldavélahellu,sturtugleri,sturtuklefum og baðkari.
Við notum þetta efni MIKIÐ bæði til að losa og þrífa eldavélahelluna, vaskinn stálvaskinn,sturtuglerið,blöndunartækjum og baðkari.
virkar líka dúndurvel á silfur svo ef þið eruð með hring sem er farið að falla á sleppið þá bara hönskum við þrifin með þessu efni og hringurinn verður eins og nýr í leiðinni 😉

Notkun á sturtuglerum,baðkari og vöskum.
Bleytið fyrst svæðið með vatni, berið efnið á með svampi ( mæli með svampinum sem við erum að selja,langbestur)
nuddið svæðið, látið standa í c.a 15 mín og leyfið efninu að mýkja upp kísilinn, bleytið svo svampinn með vatni og skrúbbið og skrúbbið og skrúbbið ef svæðið er hvítt af kísil 😛 Skolið af með köldu vatni og þurrkið eftir á. ef þið sjáið enn kísil er gott að fara bara yfir með svampinum á svæðið. kísillinn er orðinn mjúkur og þarf að skrúbba betur af ef ykkur tókst það ekki í fyrsta skiptið nú eða endurtaka bara allt skrefið aftur frá byrjun. Þetta kemur með æfingunni 🙂

Til notkunar á blöndunartækjum: Ef það er ekki mjög mikill kísill þá er gott að setja kremið í tusku og hreinlega nudda  og fægja þá sjáið þið að allt hverfur og eftir situr svo skínandi hrein blöndunartækin alveg eins og ný.

Til notkunar á helluborðum: Það er gott að bera á með svampi (sem við erum að selja því við seljum bara þær vörur sem virka langbest).  nuddið erfiðu blettina strjúkið með tusku yfir blettinn til að sjá hvort hann sé ennþá og nuddið þá blettinn (brennda blettinn) betur og endurtakið þar til bletturinn er horfinn. og þrífið allt af og þurrkið.

Þetta efni er möst á öll heimili og er langbestur af öllum efnunum sem við höfum prófað á Íslandi!

 

Category