Vileda moppusett

kr.11.899

Okkar allra besta moppsett!. Við ætluðum ekki að trúa því hversu vel þetta virkar. Notaðu moppuna þurra og settu sápublönduna í brúsa og úðaðu smá á gólfið og moppaðu og endurtaktu þar til gólfið er orðið skínandi hreint og glansandi. Moppan dregur í sig óhreinindin og skilur gólfin eftir næstum þurr strax á eftir ogf skilur því engin för eftir sig.
Það er líka hægt að bleyta moppunaví vatni áður en þú byrjar og mundu að vinda hana vel og svo byrjaru að moppa.  Þú ert enga stund að renna yfir gólfin með þessari. Hún er algjörlega í uppáhaldi hjá okkur.
Skaftið er lengjanlegt 100/180 cm sem þú stillir með því að snúa skaftinu svo þú getur stillt hana fyrir þína hæð sem og notað hana á veggi,loft og fleira, svo er hægt að kaupa minni og stærri festiplötu fyrir minni eða stærri svæði. ásamt fleiri tegundir af moppum.
Þessi moppa er 40cm örtefjamoppa og er algengust fyrir heimili.

Settið kemur með:
Álskafti 100/180cm, 40cm festiplötu og 40cm örtrefjamoppu.

Category Tags ,